31.08.2009 - 10:36

Óskum eftir myndum og sögum

Geispandi tófa viš tjaldstęši ķ Hornvķk: Frank Drygala
Geispandi tófa viš tjaldstęši ķ Hornvķk: Frank Drygala
Á ferðum okkar í sumar hittum við fjöldann allan af fólki sem hafði sögu að segja af samskiptum sínum við refina á Hornströndum. Okkur langar að biðja ykkur að senda okkur myndir og gjarnan stuttar sögur til að setja hér á vefinn. Ef þið eruð feimin þá þarf nafn ykkar ekki að koma fram með sögunni en auðvitað verða myndirnar merktar höfundi. Endilega senda myndir og sögur og leyfið öðrum að njóta ..
20.08.2009 - 12:38

Tobias enn viš störf ķ Hornvķk

Tobias į leiš til Hornvķkur ķ jśnķ 2009
Tobias į leiš til Hornvķkur ķ jśnķ 2009
« 1 af 3 »
Þýski kvikmyndatökumaðurinn, Tobias Mennle, hefur staðið vaktina í Hornvík í sumar, við tökur á heimildarmynd um íslenska náttúru með melrakkann í aðalhlutverki.
Má segja að veðrið hafi ekki verið upp á það besta undanfarið en við höfðum fregnir af því að ekkert amaði að Tobiasi þrátt fyrir talsverðan vind og slagviðrisúrkomu.
Við óskum Tobiasi alls hins besta og vonum að honum takist, þrátt fyrir allt, að ná á filmu helstu atburðum í lífi melrakka að haustlagi.
Vefumsjón